KVENNABLAÐIÐ

MC1R: 10 glæst PORTRETT sem sýna að ekki allir RAUÐHÆRÐIR eru af HVÍTUM kynstofni

Rauðhærðir einstaklingar hafa löngum þótt sveipaðir dulúð og óteljandi mýtur segja af eðli og uppruna rauðhærðra, en ein er þó rangsögnin sem toppar allar aðrar gróusagnir: Allir rauðhærðir eru af hvítum kynstofni.

Þetta er EKKI rétt.

the MC1R series
the MC1R series

Þessari staðreynd sviptir ljósmyndarinn Michelle Marshall hulunni af með nýrri ljósmyndaröð sem ber einfaldlega heitið MC1R, en það mun vera heiti ríkjandi gens þeirra sem eru með rauðan háralit og freknur.

the MC1R series
the MC1R series

Serían, sem er gullfalleg, sýnir einstaklinga á ólíkum aldri sem eru flestir af Afró-Karabískum uppruna og bera genið; en eins og sjá má á myndunum sjálfum ber yfirbragð og ásjóna þeirra allra seiðandi og glæst yfirbragð fólks af blönduðum kynþætti ásamt rauða háralitnum og freknunum.

the MC1R series
the MC1R series

Í viðtali við vefmiðilinn Mic sagði Michelle, sem er frönsk og er búsett í London að hún hafi viljað vinna bug á þeim misskilningi að allir rauðhærðir séu af hvítum kynþætti.

„Flestar Evrópuþjóðir glíma við innflytjendamál, mismunun og kynþáttafordóma meðan náttúran heldur áfram að hafa sinn gang og umfaðmar þannig fjölbreytileika mannkyns með þeim afleiðingum að fastmótaðar hugmyndir okkar um útlit og yfirbragð einstaklinga frá ólíkum heimshornum og af misjöfnum kynþáttum standast einfaldlega ekki rök þegar grannt er skoðað.“

the MC1R series
the MC1R series

Svo sannarlega eru til einstaklingar af blönduðum kynþætti og þetta staðfesta sérfræðingar á sviði erfðafræði. Þannig segir Barry Star, lífeðlisfræðingur við Stanford háskólann:

„Genaberar MC1R; einfaldlega rauðhært fólk sem býr við Karabíahafið og í Afríku eru iðulega börn foreldra af blönduðum kynþætti sjálf, eða afsprengi fólksflutninga milli heimsálfa.“

the MC1R series
the MC1R series

Þá ber öðrum sérfræðingum einnig saman um að börn sem eiga tvo svarta foreldra geti vel fæðst með rauðan háralit, en skýringuna sé að finna í genamengi foreldrana, sem geta borið evrópsk gen aftur í ættir. Sjálf segist Michelle vonast til að með tilkomu seríunnar muni áhorfendum lærast að blöndun kynþátta er víðtækari en áður var almennt talið.

„Viðfangsefni mín hafa öll yfir sér sláandi fagurt yfirbragð, en hvert og eitt þeirra ögrar viðteknum gildum með nærveru sinni einni saman; viðhorfum til ólíkra kynþátta, hörundslitar og uppruna fólks.“

the MC1R series
the MC1R series

„Blæbrigði ólíkra kynþátta verða stöðugt fíngerðari og sú tilhugsun að tilheyra ákveðnum menningarhópi svartra eða hvítra einstalinga verður einnig vandmeðfarnari. Samtímis verður stöðugt erfiðara fyrir einstaklinga að skilgreina sig með sama hætti, þjóðfélagið tekur sífelldum breytingum og þróast ekki bara í takt við mannfjölda heldur einnig þann straum fólks sem flytur milli heimsálfa.“

the MC1R series
the MC1R series

Það er þessi menningarlegi munur sem fangar kjarnann í verkum Michelle.

„Mig langar að mynda og móta skapandi myndaraðir sem varpa ljósi á síbreytilegar samfélagsgerðir og hvernig þær endurspeglast í andlitum fólks.“

the MC1R series
the MC1R series

Síðast en ekki síst, segir Michelle að vonir hennar standi til að ljósmyndaröðin muni hvetja fólk til að sprengja af sér hlekki vanþekkingar, svo þeim megi lærast að skilja að almennar skilgreiningar á ólíkum kynþáttum eru oftar en ekki litaðar þröngsýni.

„Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að þrátt fyrir að allar manneskjur séu í eðli sínu eins líffræðilega byggðar; tveir fætur, tvær hendur, eitt höfuð – þá leyfum við smávægilegum frávikum á hörundslit, líkamslögun og jafnvel kyni að stýra því hvaða réttinda ákveðnir einstaklingar njóta og aðrir eru um leið sviptir.“

the MC1R series
the MC1R series

„Við erum mörg hver knúin áfram af frumstæðum ótta við hið óþekkta sem enn stýrir hegðun margra og knýr þá til að bregðast við aðstæðum á órökréttan og oft á fáránlega vegu.“

the MC1R series
the MC1R series

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!