Svalandi og fagurbleikur hvítvínskokteill með trönuberja- og eplaívafi. Þessi kokteill er ekki sterkur, svalandi, skemmtilegur og mjög einfaldur í ofanálag.
Það er hún Betty gamla Crocker sem á heiðurinn að þessum dömukokteil, sem er tilvalinn í vinkonuboðið – en best er að dusta rykið af karöflunni – nú, eða blanda einfaldlega drykkinn í fallega, uppháa könnu og bera svo fram þegar rökkva tekur.
Gleymið ekki ísmolunum í drykkjarkönnuna; trönuberja- og eplasafinn gefur hvítvínskokteilnum undursamlega létt og skemmtilegt yfirbragð.
U P P S K R I F T:
2 bollar (tæpir 5 dl) vel kælt, þurrt hvítvín (má vera ófáfengt vín)
1/2 bolli (rúmur dl) kældur trönuberjasafi
½ bolli (rúmur dl) kældur eplasafi
1 bolli (tæplega 2.5 dl) sódavatn
ATH: Fallegt betur verið að setja þunnar eplasneiðar í glasið og toppa með ferskum myntulaufum.