KVENNABLAÐIÐ

F U L L O R Ð I N S: Svalandi GIN kokteill með sódavatni, ferskum BRÓMBERJUM og SALVÍU

Fersk og frosin brómber eru dásamlegur brauðauki í kokteila og salvían gefur áfengum drykkjum skemmtilega exótískt ívaf. Hér fer einn góður með gini, en bæði má notast við ískurl og heila ísmola í drykkinn, þó betra sé að mylja heila mola niður áður en þeir fara í glasið.

Frábær helgardrykkur í partýið, best er að nota smátt mortél til að merja brómberin og salvíuna saman við hunangið, en auðvitað má grípa til matskeiðar líka ef ekkert annað er við hendina. Ekki gleyma því að þessi kokteill er frábær líka þó gin-viðbótina vanti og þess vegna er tilvalið að framreiða drykkinn fram sem óáfengan í grillveisluna, ef bíllyklarnir eru með í för.

screenshot-laurenconrad.com 2015-08-15 13-32-23

U P P S K R I F T – H R Á E F N I:

4 salvíulauf

6 – 8 fersk eða frosin brómber

15 ml fljótandi síróp

15 ml ferskur sítrónusafi

45 ml gin

Mulinn ís

Sódavatn

#1 skref – Salvía og sýróp:

Myljið salvíulaufin og sýrópið saman með í botninum á háu glasi. Ef þú átt ekki myljara getur þú líka mulið salvíulaufin og blandað þeim saman við sýrópið með ágætri matskeið, en gættu þess að salvían og sýrópið fer í botninn á glasinu.

#2 skref – Brómber, ískurl og sítrónusafi:

Bættu nú brómberjunum í glasið og merðu berin saman við sýrópið og salvíulaufin þar til berin eru orðin mjúk og maukuð. Bættu ískurlinu við, helltu sítrónudjús yfir og hrærðu vel í.

#3 skref – Hátt kokteilglas: 

Sigtaðu nú blönduna ofan í hátt kokteilglas, bættu við ca. einföldum af gin og fylltu glasið hálfvegis með muldum ís og bættu smávægilegu sódavatni út í blönduna.

screenshot-www.juixing.com 2015-08-15 10-30-22

Ath: Þú getur líka sleppt gininu og gert óáfengan berjakokteil!  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!