KVENNABLAÐIÐ

BLT salat samloka … Þess VIRÐI að prófa!

Ljósmyndarinn Jackie Alpers er alveg sérstök fyrir frábærar ljósmyndir sem hún tekur af mat og hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir. En hún er líka liðtækur kokkur og hefur gefið út matreiðslubækur. Hér er klassísk BLT en í hennar meðförum og myndum verður þetta einhvernveginn á allt öðru plani. Sjúklega girnilegt.

4 beikonsneiðar steiktar
1 tómatur skorinn í þunnar sneiðar
2 salat blöð til dæmis Romaine salat
2 matskeiðar majónes
Pipar og salt
Undirbúningurinn /Jackie Alpers
Undirbúningurinn /Jackie Alpers

Þetta er sko ekkert mál en svona ferðu að:

    1. Fyrst er að smyrja salatblöðin vel með majónesi.
    2. Saltaðu og pipraðu.
    3. Leggðu 2 sneiðar af beikoni á salatblöðin, svo tómatsneiðarnar og aftur beikon og salatblað yfir.
    4. Bítið í og njótið. Þetta er svo gott!

Heimsækið endilega síðuna hennar Jackie hér: