KVENNABLAÐIÐ

Sjúklegur SÚKKULAÐI Martíní

Megi almættið vera með okkur því þessi er stórhættulegur … en SVO góður! Sjúklega bragðmikill og með ekta kröftugu súkkulaðibragði og smá birtu af appelsínum. Þessi kokteill gæti staðið einn og sér sem áfengur eftirréttur fyrir fullorðna!

Þið verðið bara að prófa hann!

Svona ferðu að og þetta þarftu í hann:

grófur hrásykur
dökkt súkkulaði (veldu gæðasúkkulaði)
súkkulaði líkjör
vodki
expressókaffi kælt
appelsínudjús
appelsínubörkur

Svona ferðu að:

1. Blandið saman 1 matskeið af grófum hrásykri og 1 matskeið af mjög smátt skornu dökku súkkulaði á disk.

2. Setjið 2 cl. súkkulaði líkjör + 2 cl. vodka + 3 cl. kælt expressó kaffi +1/2 teskeið appelsínudjús + smá sneið af appelsínuberki og 2 klaka í kokkteilhristara.

3. Vætið barminn á Martíníglasi og dýfið í sykursúkkulaðiblönduna á diskinum og látið hana þekja barma glassins. Notið kokkteilhristarasigtið til að hella í glasið og skreytið með appelsínuberki

FNM_100110-Orange-Black-Treats-003_s3x4.jpg.rend.sni18col

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!