Auglýsing
Þetta er bara nammiuppskrift þannig að ef þú ert í sykurbindindi skaltu hætta að lesa STRAX…en þið hinir nautnabelgirnir megið gjarnan lesa áfram. Þetta er sjúklega gott. Einn moli með kaffinu …
- 2 1/2 bolli af míní sykurpúðum
- 200 grömm dökkir súkkulaðidropar til að bræða
- 150 grömm mjólkursúkkulaðidropar til að bræða
- 1/2 bolli mjúkt hnetusmjör
- 1 1/2 bolli, hnetur eða möndlur
AÐFERÐ:
- Klæðið ferkantað bökunarform með bökunarpappír. Dreifið einum bolla af míní-sykurpúðunum í formið.
- Setjið allt súkkulaðið og hnetusmjörið í skál sem má fara í örbylgjuna. Hitið þar til allt er vel bráðið saman en það er misjafnt eftir ofnum 30-60 sekúndur ættu að duga en stundum þarf meiri tíma jafnvel tvöfalt lengri.
- Blandið restinni af sykurpúðunum og hnetunum saman við súkkulaðið.
- Hellið blöndunni yfir sykurpúðana í forminu og kælið í allavega 4 klukkustundir. Skerið þá í stangir eins langar og ykkur finnst smart! Svo má líka skera nammið í bita!