KVENNABLAÐIÐ

BLT salatvefjur: Þetta er snilld til að bjóða upp á sumarveislum!

Þetta eru geðveikt sniðugar partývefjur til að bjóða upp á í sumar! Sumarlegt og fallegt!  Hver elskar ekki beikon og avókadó … En svona ferðu að því að galdra þessar fram:

 

Sjúklega girnilegt og alls ekki óhollt!
Sjúklega girnilegt og alls ekki óhollt!
  • 2 salathöfuð, veljið eins fersk og stinn og hægt er
  • 500 grömm saxað beikon, vel steikt.
  • 2-2 1/2 bolli smátt skornir tómatar eða helmingaðir kirsuberjatómatar
  • 4 avókadó, hýðið tekið af og skorið í smá bita
  • salt og pipar
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • 2 teskeiðar herbes de provence eða ítölsk kryddblanda 

1. Setjið söxuðu tómatana í skál og setjið ólífuolíuna og kryddin yfir. Veltið tómötunum vel í olíunni. Leyfið að standa stutta stund.

2. Búið til salatskálarnar/vefjurnar úr salatblöðunum, dreifið tómötunum á milli þeirra, þá næst avókadóbitunum og beikoninu.

Einfalt ekki satt? þetta ætti að duga í 20 vefjur í það minnsta. Njótið lífsins alla daga og bjóðið vinum og ykkur sjálfum upp á brakandi ferska hressingu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!