KVENNABLAÐIÐ

Þetta einkennir fólk sem er fætt í júlí

Tilfinninganæmni, fjölskyldutryggð og umhyggjusemi einkennir þá sem fæddir eru í júlímánuði og sér á þetta við um þá sem fæddir eru undir stjörnu Krabbans, eða i fyrri hluta júlímánaðar.

Fólk fætt í Krabbamerkinu eru verndarar stjörnuhringsins og myndu ganga á heimsenda fyrir ástvini sína, enda elskar Krabbinn með hverri taug í líkamanum og er annálaður fyrir umhyggju, ástúð og næman skilning á þörfum þeirra sem honum standa næst.

Fólk fætt í merki Krabbans hefur oftlega viðskiptavit fram í fingurgóma og er ekki nóg með það; Krabbinn getur verið einstakur gestgjafi, nýtur þess að hlúa að heimilinu og blómstrar í eldhúsinu þar sem hann fær að blanda framandi hráefnum saman í þeim tilgangi að töfra fram undraverða rétti. Oftlega eru einhverjir galdrar yfir matreiðslu Krabbans – enda eru matarboð fólks fætt í júlímánuði oft nautnafullir viðburðir sem einkennast af matarást og elsku á því fíngerða og góða í lífinu.

Krabbinn er skipulagður og jarðbundinn í eðli sínu, einkar næmur á umverfi sitt og skynjar sig oftlega gegnum kringumstæður en þetta gerir Krabbann að góðum stjórnanda. Krabbinn má varast að láta ekki eigin fullkomnunaráráttu hlaupa með sig í gönur né heldur að láta sjálfsgagnrýnina keyra úr hófi fram.

Krabbanum er fjárhagslegt öryggi einkar mikilvægt og getur verið einkar útsmoginn með seðlaveskið, en margir Krabbar búa yfir meðfæddu viðskiptaviti sem gerir þeim kleift að hreiðra vel um sig í lífinu.

Ófáir Krabbar leggja kennslu fyrir sig, en fólk fætt í þessu stjörnumerki hefur oft einstakt lag á börnum og frábæran skilning á því hvaða kennsluaðferðir henta best að hverju sinni. Krabbinn má varast að festast um of í fortíðinni, að leggja ekki höfuðið um of í bleyti og horfa fremur fram á veginn; fólk sem fætt er í júlímánuði hneigist til þunglyndis þegar of djúpt er kafað þar sem Krabbinn býr yfir ríku ímyndunarafli og sterkri sköpunargáfu.

Meðfædd þörf Krabbans til að umvefja ástvini sína og fjölskyldu í ást og umhyggju gerir Krabbann að eftirsóknarverðum vini og elskuðum fjölskyldumeðlim. Krabbinn þarf að læra að hafa hemil á yfirþyrmandi þörf sinni til að vernda og hemja eigin viðkvæmni og má einnig styrkja félagslífið utan veggja heimilisins.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!