KVENNABLAÐIÐ

S T J Ö R N U M E R K I N: Fæðingardagurinn kemur upp um KYNLÍFIÐ!

Getur verið að fæðingarmánuður viðkomandi spái fyrir um hvernig elskhugi eða ástkona á í hlut? Eru sumarmánuðir virkilega heitari en svalur veturinn? Hvað segja stjörnurnar? Hér á milli eru tengsl – þetta hefur fæðingarmánuðurinn að segja um kynlífið!

Janúar: Fólk fætt í janúar er örlítið íhaldsamt í svefnherberginu og er ekki hrifið af skyndikynnum. En þegar janúarmanneskjan fellur fyrir einhverjum á annað borð, lætur það næstum ekkert standa í vegi fyrir takmarki sínu. Fólk fætt í janúar er skemmtilega kinkí í rúminu og þó ætla mætti annað við fyrstu sýn, er janúarfólkið alveg jafn óþekk og nóvemberfólkið í rúminu.

Febrúar: Fólk fætt í febrúar er ævintýragjarnt. Febrúarfólkið er ástríðufullt, en þau eru ekki viljug til að opinbera ástríður sínar fyrir hverjum sem er. Febrúarfólkið er rökfast og horfa á heildarmyndina fremur en smáatriðin og þú þarft að hafa fyrir því að ná tilfinningalegum tengslum við febrúarmanneskju. Það er ekki að febrúarfólkið geti ekki tengst tilfinningalegum böndum; þau hleypa bara ekki hverjum sem er nærri sér.

Mars: Marsfólkið elskar svefnherbergisleiki. Kynlíf með marsmanneskju er alltaf þrungið spennu og djúpri tengslamyndun  því marsfólkið gefur sig algerlega á vald rekkjunauti sínum. Marsmanneskjur eru snillingar í tilfinningalegri nánd þegar að kynlifi kemur og geta einnig verið mjög andlega sinnuð í rúminu.

Apríl: Fólk sem er fætt í apríl er gífurlega sjálfstætt, svo þegar þau á annað borð tengjast einhverjum gefa þau sig öll í sambandið. Kynlíf með aprílmanneskju er sjóðheitt, spennuþrungið og gríðarlega lostafullt, en það er vegna þess að aprílfólkið eru fætt undir stjörnu Mars, stríðsguðsins – en þegar kynlífsævintýri með aprílmanneskju er hins vegar lokið … þá er því líka alveg lokið. Aprílmanneskjur eru mjög ástríðufullar en þreytast gjarna fljótt og geta misst áhugann skyndilega.

Maí: Maímanneskjur kjósa þægilegt kynlíf; nautnafullt og hlýlegar strokur. Maímanneskjur elska kynlíf, kynlífsins sjálfs vegna. Maímanneskjur eru nautnabelgir sem vilja  njóta ásta í satínrúmfötum í guðdómlega skreyttu svefnherbergi og ef það er ekki hægt … þá vilja þau alls ekki neitt.

Júní: Fólk fætt í júní er forvitið í eðli sínu og vill prófa allar mögulegar stellingar sem hægt er að framkvæma. Bara vegna þess að þeim langar að vita allt um allt. Júnímanneskjur eru ekki jafn sólgnar í spennu og fólk fætt í febrúar en þau eru samt spennufíklar. Ef þig langar að klæmast við einhvern, skaltu snúa þér að júnímanneskju. Prófaðu símasex. Júnímanneskjur elska dónatal.

Júlí: Kynlíf með júlímanneskju verður að búa yfir tilfinningalegri dýpt. Júlífólk verður að finna til öryggis með elskhuga sínum eða ástkonu og þegar þau á annað borð finna til öryggis, gera þau allt sem í þeirra valdi stendur til að gleðja maka sinn í rúminu. Þau elska að hlúa að öðrum og gæla við ástvin sinn, vilja ganga úr skugga um að makinn sé fullnægður og að öllum þörfum makans sé sinnt.

Ágúst: Fólk sem er fætt í ágúst er ýmist ótrúlega eigingjarnt eða ótrúlega örlátt. Ágústmanneskjur vilja ganga úr skugga um að maki þeirra búi yfir öllu því sem þau þarfnast, annars fara ágústmanneskjurnar í faðm annars. Ágústmanneskjur eru með skemmtilega stórt egó og þola ekki að láta segja sér fyrir verkum í rúminu og eru líka auðsærð.

September: Þau eru ástríðufull en hafa hins vegar alltaf fulla stjórn á eigin tilfinningum, svo þegar að kynlífinu kemur, þarf mikið að ganga á til að þau sleppi af sér beislinu og leyfi sér að upplifa ósvikna fullnægingu. Septembermanneskjur kasta sér ekki umhugsunarlaust út í villt kynlífsævintýri, en ef septembermanneskja tengist tilfinningaböndum – gengur það alla leið fyrir maka sinn.

Október: Þeim langar mest að varpa upp rómantískum, ástríðufullum ljóma og segja þér jafnvel hvernig kynlífið verður og hvernig þér á eftir að líða. Þegar októbermanneskja hefur farið gegnum allt ferlið með þér í formi orða og frásagnar, fer það sér hægt í sakirnar og gerir upplifunina langdregna, lostafulla og eftirminnilega. Októbermanneskjan fer sér að engu óðslega í rúminu og leika sér í tilhugalífinu. Októberfólkinu kann að skorta ákveðna ástriðu, en þau bæta upp fyrir það með daðri og rómantík sem endar iðulega á ástríku kynlífi.

Nóvember: Nóvemberfólkið er ótrúlega ástríðufullt og elskar kynlíf. Þau kasta eignarhaldi á maka sinn og vilja helst að maki þeirra kasti eignarhaldi sínu á þau líka í staðinn. Nóvembermanneskjurnar leggja ýmislegt á sig til að láta einmitt þetta verða að veruleika. Nóvemberfólkið er tilbúið að prófa allt í kynlífinu, bara til að hafa prófað það.

Desember: Desemberfólkið eru mjög skapandi i rúminu. Desemberfólk elskar að spinna upp sögur og fara gjarna í hlutverkaleiki með rekkjunaut sínum. Það er oft erfiðara að ná dýpri tengslum við desemberfólk en kynlíf með desembermanneskju er hins vegar alveg ógleymanlegt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!