KVENNABLAÐIÐ

17 JÚNÍ: Til hamingju með þjóðhátíðardaginn, Íslendingar!

Kæru Íslendingar! Ritstjórn SYKUR óskar þjóðinni innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn, sem haldinn er hátíðlegur i dag, þann 17 júní. Hér að neðan má sjá tengil sem vísar á hátíðardagskránna en skemmst er að minnast þess að þjóðhátíðardagur hefur verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1874, en þá var dagurinn heiðraður að fyrsta sinni til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá upphafi Íslandsbyggðar.

Sú hátíð fór fram á Þingvölllum og í Reykjavik fyrstu helgina í águst, en í nokkur ár á eftir voru haldnir þjóðminningardagar. Enn er frídagur verslunarmanna og þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum haldin hátíðleg á þessum tíma sumars, en í dag er hins vegar haldið opinberlega upp á 17 júní eins og öllum Íslendingum er kunnt.

17 júní var fyrst heiðraður með þessum hætti árið 1911 á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og á dagurinn sér því langa hefð, en 17 júní varð þó ekki opinber þjóðhátíðardagur Íslendinga fyrr en með stofnun lýðveldisins árið 1944. Rétt er þó að geta þess að í aðdraganda lýðveldisstofnunar gengdi 1 desember hlutverki þjóðhátíðardags, því þann dag árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki en þó í konungssambandi við Danmörku.

Í Reykjavík hefur þjóðhátíðardagurinn verið haldinn hátíðlegur með sérstakri hátíðadagskrá á Austurvelli, skrúðgöngum, barnaskemmtunum, íþróttum, tónleikum og dansleikjum og fer dagskráina að mestu fram utanhúss.

Hátíðardagskrá og opinbera viðburðasíðu 17 júní má finna HÉR

Það er kominn 17 júní!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!