KVENNABLAÐIÐ

Þ Y N G D A R S T J Ó R N U N: Hvert fer FITAN sem við BRENNUM?

Mitt í allri hringiðu umræðunnar um fitubrennslu, heilbrigðan lífsstil og þyngdarstjórnun er ekki annað en eðlilegt að einhverjir spyrji: HVERT FER FITAN SEM VIÐ BRENNUM?

Samkvæmt því sem kemur fram á vef BMJ (British Medical Journal) hafa rannsóknaraðilar nú áætlað að fitan sem við brennum við æfingar umbreytist ekki í orku eða hita, – né heldur umbreytist fitan í vöðva á einhvern dularfullan hátt.

Rétta svarið mun vera að við öndum fitunni frá okkur. Þetta kemur fram í sömu umfjöllun sem birtist fyrir skömmu og segir m.a.:

Hið rétta er að mestur hluti fitu sem mannslíkaminn brennir yfirgefur líkamann gegnum útöndun, eða sem kolvtvísýringur. Fitan umbreytist nefnilega í koltvísýring og gufar upp, út í andrúmsloftið.

Aukreitis kolvetni og prótein umbreytast í efnasamsetningu sem samanstendur af kolvetnun, vetni og súrefni og umbreytist í fitufrumur. Þegar þú ert svo að reyna að léttast ertu að reyna að umbreyta þessari efnasamsetningu – eða fitufrumunum, sem svo aftur merkir að þú ert að reyna að losa um kolvetnið sem er að finna í fitufrumunum.

screenshot-sykur.kvennabladid.is 2015-06-13 12-00-04

Samkvæmt því sem kemur fram þarf mannslíkaminn sumsé að anda að sér 29 kílóum af súrefni, sem svo aftur framleiðir 28 kílógrömm af koltvísýringi og 11 kiló af vatni. Það er magnið gerir út af við fitufrumurnar.

screenshot-www.bmj.com 2015-06-13 11-58-33

Þá sýna útreikningar einnig að sá forðamassi af kolvetnum og vatni sem 10 kíló af fitufrumum innihalda, yfirgefa líkamann að mestu gegnum útöndun – eða u.þ.b. 8.4 kíló og það í formi koltvísýrings. Af þessu má leiða lyktum að því að lungun skipti lykilhlutverki við brennslu fitufruma og að rétt öndunartækni skipti sköpum við þyngdartap. Einungis 1.6 kíló af þeim 10 kílóum sem líkaminn brennir af fitu ferðast út úr líkamanum gegnum þvag, saur, svita, öndun, tár og aðra líkamsvessa.

Niðurstaða: Ekki einungis hindra reykingar, sem veikja lungun – heilbrigðan lífsstil heldur geta reykingar einnig hindrað þyngdartap. Þess utan er rétt öndun lykilatriði við þyngdarstjórnun og göngutúrar (fríska loftið) er allra meina bót, þar sem hreyfing örvar öndun og eykur inntöku súrefnis!

FRÁBÆRT!

Heimild: BMJ 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!