Ríkið veitir engan afslátt, ekki einu sinni eldri borgara afslátt líkt og víða tíðkast í viðskiptum.
Heimkaup býður 12 Thule bjóra í kassa á 3.731 krónu á meðan Vínbúðin selur sama kassa á 5.586 krónur.
Heimkaupsbjórinn er sendur heim að dyrum, kældur, en Ríkið selur hann í sérverslun, stundum bara volgan.
Reyndar er Heimkaupsbjórinn á tilboði með 15% afslætti en þó hann væri á fullu verði væri hann samt umtalsvert ódýrari, 4.390 krónur.
Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, settur fjármálaráðherra hlýtur að sjá að þetta rekstrarform getur ekki haldið áfram eins og hefur verið.