KVENNABLAÐIÐ

Geggjað einbýli Gretu Salóme prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Húsa og híbýla

Fimmta tölublað Húsa og híbýla er komið út, glæsilegt og fjölbreytt að vanda en megin þemað er
baðherbergi. Í blaðinu eru sérlega falleg innlit en á forsíðunni er nýtt og glæsilegt heimili Gretu Salóme tónlistarkonu sem er í Helgarfellslandinu í Mosfellsbæ en hún og sambýlismaðurinn hennar, Elvar Þór, fengu húsið fokhelt og hönnuðu það að mestu leyti sjálf. Húsið er sniðið að þeirra þörfum og lifnaðarháttum en þau höfðu gæði að leiðarljósi og gengu út frá hugmyndafræðinni um að „gera það vel og gera það einu sinni.“

Einnig er skemmtilegt innlit í þakíbúð Ruthar Gylfadóttur og fjölskyldu í Reykjavík en hún bjó lengi í Suður-Afríku og ber íbúðin þess glöggt merki en þar kennir ýmissa grasa. Hönnunin á íbúðinni er sérlega skemmtileg en hún er á tveimur hæðum með stórkostlegu útsýni. Afrísku straumarnir fá að njóta sín á nútímalegan og smekklegan máta.

Brúnir, svartir, gráir og náttúrulegir litir fá að njóta sín á sérlega fallegan hátt í glæsilegu nýju einbýli þeirra Ágústs Arnars Hringssonar og Alexöndu Eirar Andrésdóttur en þau búa í nýja hverfinu Skarðshlíð í Hafnarfirði. Stíllinn í húsinu er mjög nútímalegur og smart og hátt er til lofts og vítt til veggja.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson búa í listrænni og smart íbúð á Grettisgötu en Jóna Hlíf er listamaður og sýnir auk heimilis síns vinnustofu sína. Bæði vinnustofan og íbúðin eru með afslöppuðu andrúmslofti, smart íbúð þar sem listrænir og litríkir munir skreyta umhverfið. Sex ný og spennandi baðherbergi þar sem fjölbreytileikinn fær að njóta sín er meðal efnis en þau eru hönnuð af íslenskum aðilum í hönnunarheiminum. Auk þess eru ýmis góð baðráð og hugmyndir fyrir þá sem eru í framkvæmdarhugleiðingum.

Einnig er að finna skemmtilega umfjöllun um HönnunarMars en þar eru nokkrir hönnuðir og
listamenn spurðir út í það sem þeir ætla að sjá á þessari flottu og mikilvægu hátíð sem er um það bil að ganga í garð. Þetta og margt, margt fleira.

Forsíðuviðtalið má nálgast hér.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!