Algengi og eðli svefnvanda meðal barna er nokkuð misjafnt eftir aldri en það er þó ekki óalgengt að börn glími við einhvern svefnvanda á einhverjum tímapunkti.
Stundum er þetta ástand sem varir stutt og lagast af sjálfu sér með tímanum en stundum er vandinn alvarlegri og þá þarf gjarnan aðstoð fagfólks til að vinna bug á vandanum. Svefnlyfjanotkun barna hefur aukist gríðarlega undanfarin ár hér á landi en heillavænlegast er fullreyna allar aðrar leiðir áður en gripið er til svefnlyfja. Og það eru til aðrar leiðir.
„Hjá yngstu börnunum er vandinn oftast sá að þau ná ekki að sofa alla nóttina og vakna oft eða vandinn tengist daglúrum. Það er alveg eðlilegt fyrsta æviárið að börn vakni oft yfir nóttina en það getur vissulega reynt á og haft töluverð áhrif á svefn foreldra. Þegar börn verða eldri breytist vandinn gjarnan og þá geta þau t.d óttast það að sofa ein, fengið martraðir, verið hrædd við að fara að sofa, pissað undir eða sýnt sérkenilega hegðun í svefni líkt og að ganga í svefni eða fengið næturtrylling þar sem þau hrökkva upp skelfingu lostin og muna svo ekkert eftir því daginn eftir. Svo eiga sum börn einfaldlega erfitt með að festa svefn og eru lengi að sofna á kvöldin. Mörg börn vakna einnig oft á nóttunni og koma þá gjarnan upp í til foreldra sinna. Svo geta börn hrotið eða jafnvel verið með kæfisvefn,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, en þar starfa sálfræðingar sem sinna meðal annars svefnvanda barna og unglinga.
Hverju geta þessi svefnvandamál tengst, t.d. líkamlega eða andlega? „Það er ýmislegt sem getur valdið svefnvanda hjá börnum. Til dæmis líkamleg veikindi, líkt og eyrnabólga, bakflæði, astmi og fleira. Þegar börn eru veik ruglast svefnmynstur þeirra gjarnan og stundum lagast það ekki aftur sjálfkrafa þrátt fyrir að veikindin gangi yfir. Því er mikilvægt að byrja á að útiloka að líkamleg veikindi séu til staðar þegar barn glímir við svefnvanda. Svefnvandi getur einnig tengst umhverfisþáttum, s.s breytingum í lífi barnsins líkt og flutningum, skilnaði foreldra, nýju systkini eða öðrum heimilisaðstæðum. Svo getur skapgerð barns haft áhrif sem og venjur og rútína
Einnig geta frávik í þroska aukið hættu á svefnvanda. Að sama skapi getur svefnvandi barna tengst vandamálum hjá foreldrum líkt og vanlíðan þeirra eða samskiptaerfiðleikum,“ segir Erla.
Stundum er þetta ástand sem varir stutt og lagast af sjálfu sér með tímanum en stundum er vandinn alvarlegri og þá þarf gjarnan aðstoð fagfólks til að vinna bug á vandanum. Svefnlyfjanotkun barna hefur aukist gríðarlega undanfarin ár hér á landi en heillavænlegast er fullreyna allar aðrar leiðir áður en gripið er til svefnlyfja. Og það eru til aðrar leiðir.
„Hjá yngstu börnunum er vandinn oftast sá að þau ná ekki að sofa alla nóttina og vakna oft eða vandinn tengist daglúrum. Það er alveg eðlilegt fyrsta æviárið að börn vakni oft yfir nóttina en það getur vissulega reynt á og haft töluverð áhrif á svefn foreldra. Þegar börn verða eldri breytist vandinn gjarnan og þá geta þau t.d óttast það að sofa ein, fengið martraðir, verið hrædd við að fara að sofa, pissað undir eða sýnt sérkenilega hegðun í svefni líkt og að ganga í svefni eða fengið næturtrylling þar sem þau hrökkva upp skelfingu lostin og muna svo ekkert eftir því daginn eftir. Svo eiga sum börn einfaldlega erfitt með að festa svefn og eru lengi að sofna á kvöldin. Mörg börn vakna einnig oft á nóttunni og koma þá gjarnan upp í til foreldra sinna. Svo geta börn hrotið eða jafnvel verið með kæfisvefn,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, en þar starfa sálfræðingar sem sinna meðal annars svefnvanda barna og unglinga.
Hverju geta þessi svefnvandamál tengst, t.d. líkamlega eða andlega? „Það er ýmislegt sem getur valdið svefnvanda hjá börnum. Til dæmis líkamleg veikindi, líkt og eyrnabólga, bakflæði, astmi og fleira. Þegar börn eru veik ruglast svefnmynstur þeirra gjarnan og stundum lagast það ekki aftur sjálfkrafa þrátt fyrir að veikindin gangi yfir. Því er mikilvægt að byrja á að útiloka að líkamleg veikindi séu til staðar þegar barn glímir við svefnvanda. Svefnvandi getur einnig tengst umhverfisþáttum, s.s breytingum í lífi barnsins líkt og flutningum, skilnaði foreldra, nýju systkini eða öðrum heimilisaðstæðum. Svo getur skapgerð barns haft áhrif sem og venjur og rútína
Einnig geta frávik í þroska aukið hættu á svefnvanda. Að sama skapi getur svefnvandi barna tengst vandamálum hjá foreldrum líkt og vanlíðan þeirra eða samskiptaerfiðleikum,“ segir Erla.
Þetta er brot úr lengri grein.
Finna má hana í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.