KVENNABLAÐIÐ

Villi Neto í nýrri Witcher seríu: „Fokking stressandi“

Leikarinn og grínistinn Vilhelm (e. Villi) Neto, sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og er hann yfirleitt með mörg járn í eldinum. Hafi hann þá einnig staldrað við á tökustað nýrrar sjónvarpsseríu á vegum Netflix.

Þetta mun vera The Witcher: Blood Origin, sem er forsaga í hinni stórvinsælu seríu sem slegið í gegn um heim allan. Þættirnir eru byggðir á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski en byggjast líka mikið á tölvuleikjunum sem gerðir voru eftir bókunum.

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bíóblaður er Vilhelm fámáll um nýju Netflix-seríuna en segir hann reynsluna hafa verið eftirminnilega og í senn kvíðavaldandi.

„Þetta er lítið atriði. Ég má ekki segja neitt meira,“ segir hann kátur og bætir við:

„Þeð var mjög gaman, en fokking stressandi. Ég er bara svo hræddur um að verða klipptur út, út af því að þetta var bara eitt atriði.“

Villi hafði ekki séð fyrri seríurnar fyrr en hann fékk boð um að vera með í þeirri nýjustu. Segir Villi að þó það hafi tekið hann góða stund að komast almennilega inn í fantasíusögu þessara þátta, hafi þetta svo gengið upp og sé hann hæstánægður með þær fyrri.

Þá segir grínistinn að fantasíukvikmyndir og þættir séu ekki ofarlega á því sem hann sækist í að horfa á, hafi hann til að mynda aldrei klárað sjónvarpsseríuna Game of Thrones.

Þetta eru svo margar seríur og svo langir þættir að það er svo mikið verkefni (að klára þetta). Yfirþyrmandi mikið af dóti.

Áætlað er að The Witcher: Blood Origin lendi á streymisveitu Netflix síðar á þessu ári. Með aðalhlutverkin fara þau Sophia Brown, Michelle Yeoh, Lourence O’Fugrain, Dylan Moran, Lenny Henry, Mirren Mack og fleiri.

blod

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!