„Hann á mörgum hæðum. Kannski eitt, það var ekki mikið um prívat herbergi, heldur aðallega stórar dýnur með leður áklæði á, sem auðvitað auðveldar þrif. fylgja tveir drykkir á haus og hnetur, mér finnst mikilvægt að taka þetta fram með hneturnar. Og maður fær handklæði og klút til að setja utan um sig ef þú ert ekki í sexy nærfatastemningunni.“
Sigga Dögg hvetur sem flesta til að kíkja í kynlífsklúbba. „Eins og með alla kynlífsklúbba, ef þú ert forvitinn kíktu þá bara, enginn skaði skeður í því að kíkja. Það má bara fara, horfa á, hafa gaman, njóta og fagna því að það sé hægt að fara og horfa á fólk gamna sér og stunda kynlíf og sjá hvernig það stundar kynlíf og hvernig það fær það og hvernig það gerir það sem það gerir.“