KVENNABLAÐIÐ

Páll Óskar á afmæli í dag: „Það eru stórkostlegir hlutir að gerast hjá mér“

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er afmælisbarn dagsins.  Hann fagnar 52 árum og getur ekki beðið eftir því að troða upp fyrir fullu húsi á þremur afmælistónleikum sem framundan eru í mánuðnum.

Í kórónuveirufaraldrinum hefur Páll Óskar ítrekað þurft að fresta þessari tónleikaröð. Eins og nafn tónleikanna ber með sér þá ætlaði Palli að halda þá fyrir tveimur árum en hefur alltaf þurft að fresta þeim. Tónleikarnir heita „Páll Óskar fimmtíu ára“.

Söngvarinn vinsæli er ekkert smá ánægður með að geta nú loksins haldið stórtónleika. Í færslu á Facebook fagnar hann bæði afmælisdeginum og því að framundan sé sannkölluð tónleikaveisla í Háskólabíói:

„Sumir eru 52 og það er loksins SHOWTIME!“

Læk-takkinn er lygi

Sjálfur notar Páll samfélagsmiðla fyrst og fremst fyrir það sem er vinnutengt en hann setur ekki inn myndir og stöðuuppfærslur úr einkalífinu. Í fyrra kom hann fram í athyglisverðu viðtali á Rás 2 þar sem hann hraunaði yfir samfélagsmiðlana og vonast til að fólk muni sjá að þeir byggja á lygi. Í þau fáu skipti sem hann setur eitthvað persónulegt inn verður Páll Óskar hins vegar heltekinn. „Þá ligg ég í símanum að fylgjast með því hvað ég hef fengið mörg læk. Ég er orðinn læksjúkur og dagurinn fer í þetta. Hann eyðileggst hjá mér,“ segir Palli sem hefur tekist að halda sig að mestu frá samfélagsmiðlunum:

Til hamingju með daginn, Palli!

„Ég er að upplifa heiminn á nýjan hátt. Það eru stórkostlegir hlutir að gerast hjá mér. Ykkur kemur í raun ekkert við hvað ég fæ mér að borða. Af hverju þarftu öll þessi læk? Hvað er það sem þú ert að eltast við þarna inni? Ég held að það verði kynslóðin sem gefur samfélagsmiðlum fingurinn. Þetta er kynslóðin sem á eftir að ranka við sér og fatta að læktakkinn er lygi. Þetta er allt lygi.“

Tónlistarveisla framundan

Fyrir nokkrum dögum birti Palli svakalegan lagalista fyrir afmælistónleikana sína og ljóst er að þetta verður heljarinnar veisla. Þeir sem vilja alls ekki vita hvaða lög verða flutt ættu alls ekki að lesa lengra. Í lokin skulum við gefa Palla aftur orðið og leyfa honum að birta lagalistann.

„Þeir sem eru forvitnir geta núna tékkað á þessum lagalista lífs míns.“

1. Forleikur
2. Betra líf
3. Elskar þú mig ennþá – Nýtt lag – Frumflutningur
4. TF-Stuð
5. Partídýr
Burt Bacharach syrpa:
6. Raindrops keep fallin’ on my head
7. Walk on by
8. Anyone who had a heart
9. I say a little prayer
10. Do you know the way to San José?
11. Lose again
12. Ást við fyrstu sýn (Harpa: Monika Abendroth)
13. Ó, hvílíkt frelsi
14. Sjáumst aftur
Milljónamæringasyrpa:
15. Speak up mambo
16. Negro José
17. Cuando le gusta
18. Ljúfa líf
HLÉ
19. Er þetta ást? (gestir Unnsteinn og Hermigervill
20. Minn hinsti dans
21. Stanslaust stuð
22. Bundinn fastur
23. Þú komst við hjartað í mér
24. Jafnvel þó við þekkjumst ekki neitt
25. Einn dans
26. La dolce vita
27. Söngur um lífið
28. Spurningar (gestur Birnir)
29. Allt fyrir ástina
30. International
31. Ástin dugir (gestur Heiða í Unun)
32. Ég er eins og ég er
33. Gordjöss

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!