Enginn var með 1. vinning í Víkingalottó útdrætti gærkvöldsins en tveir voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra 11.434.350 krónur í vinning. Miðarnir voru seldir á Íslandi og Í Noregi. Hinn heppni spilari á Íslandi keypti miðann sinn á LOTTO.IS.
Fjórir skiptu með sér hinum al-íslenska þriðja vinningi og fær hver þeirra rúmlega 548 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir Í Happahúsinu, Kringlunni, Reykjavík, tveir voru í áskrift og einn á Lotto.is Fimm voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Euro Market, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, Olís Sæbraut, Reykjavík, Shellskálanum, Hveragerði, einn var í áskrift og einn á Lotto.is