KVENNABLAÐIÐ

Risarækjur í pylsubrauði með hvítlaukssósu

Auglýsing

Hráefni:

  • 2 dl majónes
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk sriracha sósa
  • 2 vorlaukar, skornir smátt
  • 1 sellerístilkur, skorinn smátt
  • 1 msk saxaður graslaukur
  • 500 gr risarækjur
  • ólívuolía
  • sjávarsalt
  • 4 pylsubrauð
  • Á toppinn: saxaður graslaukur + smátt skorinn vorlaukur + sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hrærið saman majónes, sítrónusafa, hvítlauk og sriracha sósu í stórri skál. Bætið vorlauk, sellerí og graslauk saman við og hrærið þessu létt saman.
  2. Steikið rækjurnar á pönnu og kryddið þær með sjávarsalti. Þegar rækjurnar eru eldaðar í gegn eru þær teknar til hliðar.
  3. Velgið pylsubrauðin.
  4. Skerið hverja rækju í 2-3 bita og setjið þær saman við majónes-sósuna og öllu blandað vel saman. Setjið rækjurnar í pylsubrauðin og toppið með vorlauk, graslauk og sjávarsalti.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!