Auglýsing
Hráefni:
- 2 kjúklingabringur, skornar í tvennt þvert á bringurnar svo úr verði 4 þunnar bringur
- 4-5 msk hveiti
- 1 msk ólívuolía
- 1 msk smjör
- 3 rósmarín stilkar
- 1 dl hvítvín
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 3 msk dijon sinnep
- 2 1/2 dl rjómi
- Salt & pipar eftir smekk
- 1/4 teningur kjúklingakraftur
Aðferð:
1. Hitið olíu og smjör á pönnu. Veltið kjúklingnum upp úr hveiti og steikið hann næst í um 5 mín á hvorri hlið. Takið hann til hliðar af pönnunni og leggið á disk eða fat.
2. Takið rósmarín nálarnar af stilkunum og steikið þær á pönnunni í 1 mín. Bætið þá hvítvíni, hvítlauk, kjúklingakrafti og dijon sinnepi á pönnuna. Leyfið þessu að malla stutta stund og hellið þá rjómanum saman við. Færið kjúklinginn aftur á pönnuna saman við sósuna og leyfið þessu að malla á lágum hita í 10 mín. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.