KVENNABLAÐIÐ

Risarækjur í karrý-kókos

Auglýsing

Hráefni:

  • 20 risarækjur
  • 1 laukur skorinn smátt
  • 2-3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1-2 msk rautt karrý mauk
  • 1 msk rifið engifer
  • 1/2 msk olía
  • 1 dós kókosmjólk
  • 2 msk kóríander saxað niður
  • 1 msk lime-safi
  • 1 msk soja eða fiskisósa
  • salt eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann fer að mýkjast. Bætið þá hvítlauk og engifer á pönnuna og steikið áfram í um 1 mín. Þá fer karrý maukið saman við ásamt kókosmjólkinni.

2. Hitið að suðu og leyfið þessu að malla á vægum hita í nokkrar mínútur. Bætið soja eða fiskisósu út í ásamt limesafa. Mallið áfram í 3-4 mín. Bætið við smá salti og soja/fiskisósu ef ykkur finnst þurfa.

3. Setjið rækjurnar á pönnuna og eldið þær í sósunni í 2-3 mín á hvorri hlið. Berið fram með hrísgrjónum og ferskum kóríander.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!