KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðar risarækjur í hvítlauks-sítrónu smjöri

Auglýsing

Hráefni:

  • 700 gr risarækjur, afþýddar
  • 1/2 dl smjör
  • 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk sítrónusafi
  • Salt og pipar
  • 1/8 tsk chilliflögur
  • 2 msk söxuð fersk steinselja

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið rækjunum í eldfast mót.

2. Bræðið smjörið á lágum hita í potti. Bætið þá hvítlauknum saman við ásamt sítrónusafanum.

3. Hellið smjörblöndunni yfir rækjurnar og kryddið þær til með salti, pipar og chilliflögum.

4. Bakið rækjurnar í um 9-13 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið þær úr ofninum og toppið þær með saxaðri steinselju. Berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!