Leikarinn Matthew McConaughey opnar sig í nýrri ævisögu sem ber heitið Greenlights. En í bókinni fer leikarinn yfir atvik í lífi sínu og lýsir þeim ýmist sem grænum, gulum eða rauðum ljósum. Sem vitnar í það hvort hann fór áfram, hikaði eða stoppaði.
Í bókinni talar hann meðal annars um fyrstu kynlífsreynsluna en hann segist hafa verið kúgaður til þess.
„Ég var kúgaður til að stunda kynlíf í fyrsta skipti þegar ég var 15 ára,“ skrifar hann. „Ég var viss um að ég færi til helvítis fyrir það að stunda kynlíf utan hjónabands.“
McConaughey segir einnig frá því þegar hann var misnotaður af karlmanni á meðan hann lá rotaður aftan í sendibíl. Hann fer þó ekki í nein smáatriði varðandi það atvik og segist ekki líta á sig sem fórnarlamb, þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu.
„Mér hefur aldrei liðið eins og fórnarlambi,“ skrifar hann. „Ég hef fengið sannanir fyrir því að heimurinn er að hvetja mig til að vera hamingjusamur.“
Hann fer einnig yfir stormasamt samband foreldra sinna, dauða föður síns árið 1992, þegar hann var handtekinn árið 1999 og hjónaband sitt við Camila Alves.