Dogs Don’t Wear Pants er sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 23. okt kl. 20:00 og verður einnig aðgengileg á netinu.
Uncle – Danmörk
Kris býr í danskri sveit og rekur lítið býli ásamt eldri frænda sínum, sem er öryrki að hluta. Sérviskulegt en ástríkt samband þeirra hverfist um dagleg störf og þar eru orð óþörf. Kris sér um mestu erfiðisvinnuna og hefur axlað móðurlegt og ofverndandi hlutverk gagnvart frænda sínum. Þegar Kris bjargar lífi nýborins kálfs við erfiðar aðstæður er áhugi hennar á dýralækningum endurvakinn. Hún vingast við málglaða dýralækninn Johannes og fer smám saman að kynnast tilverunni fjarri býlinu. Þegar ástin knýr dyra vaknar spurning sem gæti umbylt tilveru hennar.
Uncle er sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 24. okt. kl. 20:00 og verður einnig aðgengileg á netinu.
Charter – Svíþjóð
Eftir að hafa nýlega gengið gegnum erfiðan skilnað hefur Stokkhólmsbúinn Alice ekki séð börnin sín í tvo mánuði þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem býr í Norður-Svíþjóð með börnin, meinar henni að hitta þau. Meðan Alice bíður lokaúrskurðar í forræðismálinu fær hún símtal um miðja nótt frá Vincent, syni sínum, sem er í miklu uppnámi. Hún flýtir sér af stað norður á bóginn til að hitta Vincent og Elinu systur hans. Þegar vonir Alice um sættir verða að engu stuttu eftir komuna á áfangastað nemur hún börnin á brott og heldur í óleyfi með þau til Tenerife til að reyna að tengjast þeim á ný.