Hráefni:
- 600 gr laxaflak, skorið í 3 bita
- 2 msk ósaltað smjör brætt
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 1/4 teskeið svartur pipar
- 1 msk maukaður hvítlaukur
- 6 sneiðar sítróna
- 1 tsk söxuð steinselja
- 1 tsk saxað dill
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 190 gráður. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og setjið laxabitana þar ofan á. Penslið helmingnum af bræddu smjöri á laxinn og kryddið hann með salti og pipar. Hellið síðan afgangnum af smjörinu yfir.
2. Dreifið hvítlauknum jafn yfir laxinn og raðið sítrónu bátnum þétt í kringum fiskinn.
3. Bakið laxinn í c.a. 12 mínútur. Stillið síðan ofninn á grill og “grillið” laxinn í 3-4 mínútur eða þar til hann fer að gyllast aðeins og hvítlaukurinn að brúnast.
4. Takið hann úr ofninu og dreifið steinselju og dilli yfir fiskinn. Berið fram með sítrónusneiðunum sem ættu að vera orðnar ristaðar og góðar og uppáhalds meðlætinu ykkar.