Hver vill ekki læra að búa til einföldustu ostaköku í heimi? Þessari ostaköku er auðvelt að verða háður en hún er rjómakennd og fersk. Berin og sítrónan gefa henni bjartan og ferskan tón! Er hægt að tala um tóna í mat? Alla vega heyrðum við tóna … þegar við smökkuðum þessa … og komust í frekar gott stuð…
- 10 gamaldags makkarónu-kexkökur
- 300 grömm rjómaostur hreinn
- rifinn börkur og djús úr einni límónu
- 3 matskeiðar flórsykur
- 200 grömm þiðin ber ( við keyptum frosin hindber í poka)
1. Settu kexið í lokaðan plastpoka og myldu það milli fingranna. Skiptu á milli fjögurra hárra desertglasa!
2. þeyttu saman rjómaostinn, límónubörkinn og 2 matskeiðar af flórsykrinum þar til osturinn verður silkimjúkur. Skiptu ostablöndunni jafnt í glösin fjögur.
3. Blandið saman berjunum, einni matskeið af sykri og límónasafanum í skál og hellið yfir ostinn. ATH! Sósuna má líka hita og hafa heita með. Skreytið með rifsi eða bláberjum, brómberjum eða bara þeim berjum sem þú átt til.