GÓÐVILD ER ALLT SEM VIÐ ÞURFUM Á TÍMUM SEM ÞESSUM…
Eins og nokkur fræg ráðlegging segir, „leitaðu þeirra sem vilja hjálpa.“ ,,Look for the helpers”
Mitt í miðjum heimsfaraldri, fannst slík hjálparhönd í London, þar sem kona bauð nágrönnum sínum aðstoð á þessum erfiðu tímum.
„Ef einhver þarfnast einhvers á þessum brjálaða tíma – klósett rúllu, hjálp við að versla / að sendast fyrir sig ef þú ert aldraður eða öryrki, vantar bolla af sykri oflr. eða þarft bara liðsauka, þá er ég fús til að hjálpa. Vinsamlega bankaðu eða skildu eftir athugasemd, „Íbúð 85.“
Síðan varð sagan sætari. Góðvild konunnar var mætt með jafn vinsamlegu svari: kassi af súkkulaði.
„GOTT KARMA fyrir örlátt tilboð þitt um hjálp til fólksins á neðri hæðinni … Takk fyrir!“
„Kona í London setti þessa athugasemd fram í sinni byggingu,“ á meðan hún endur deildi myndinni á Instagram. „Heyrði hún bankað á dyrnar og þegar hún opnaði, var enginn þar … en þar var þessi kassi af súkkulaði.“
„Lífið eins og við þekkjum það hefur umturnast- óháð landsvæðum – Góðvild er allt,“ skrifaði einn í athugasemd.
„Svo fallegt“ skrifaði annar í athugasemd. „Vissulega Gott Karma. Við skulum elska hvert annað eins og lífið liggji við, því það gerir það.“