Lúxussnekkja sem er í laginu sem 400 fermetra villa getur verið svarið ef þú býrð þar sem fellibyljir geisa. Snekkjan er kölluð The Arkup og getur flotið um höfin en einnig er hægt að setja niður stólpa ef vont er í sjóinn og getur snekkjan staðið af sér fellibyl af fjórðu gráðu.
Snekkjan kostar einnig 5,5 milljónir dala!
Snekkjan er fyrir fólk sem elskar sjóinn eða fara í siglingu en vill ekki missa af neinum lúxus, enda er þetta „húsasnekkja,“ fljótandi villa knúin með rafmagnsvélum. Í henni eru fjögur svefnherbergi, eldhús, 4,5 baðherbergi, sundlaug, færanlegt þilfar og sólarsellur eru á þakinu. Vatnhreinsibúnaður sér um drykkjarvatn, en það er endurunnið regnvatn.
Villan er ekki hönnuð fyrir íslenskt veðurfar, s.s. úfinn sjó, en er kjörin fyrir fólk sem vill sigla fyrir utan Bahamaseyjur, til dæmis.