KVENNABLAÐIÐ

Anne Hathaway ljómar með óléttukúluna á 37. afmælisdaginn!

Leikkonan hæfileikaríka, Anne Hathaway, fór á Instagram af tilefni 37 ára afmælis síns og sýndi óléttubumbuna þann 15. nóvember. „Það er svo mikil ást í þessari afmælisviku!“ sagði hún „Ég vil þakka öllum fyrir blómin, bækurnar og súkkulaðið og kortin og kristalana og allt það og mikilvægast vil ég þakka guði fyrir að gefa mér góðan hárdag. Það var mjög velkomið #37″

Auglýsing

Anne hefur oft tekið sjálfur á meðgöngunni en hún tilkynnti um meðgönguna í júlí. Hún og eiginmaðurinn Adam Shulman eiga því von á öðru barni sínu en sonur þeirra Jonathan Rosebanks er þriggja. Þau hafa þó átt í frjósemisvandræðum og hefur Anne deilt þeim vanda með öllum.

Auglýsing

„Ég hef viljað þetta lengi og ég er mjög ánægð þetta sé að gerast,“ sagði Anne við Entertainment Tonight í júlí. „Það er einræða um þetta…ég held það sé mikil þögn þarna á undan og fólk er ekki ánægt og þetta er sársaukafullt. Þær konur sem finna þennan sársauka halda að þær séu einar.“

Hún átti erfitt með að tilkynna um meðgönguna: „Ég veit að þarna úti gætu verið konur sem liði enn ver með sig sjálfar – og það væri ekki þeirra sök – þú getur bara ekki stjórnað því þegar þú vilt eitthvað svo heitt og þér líður eins og allir geti það nema þú. Ég vil að þær viti að þær eru hluti af þessari sögu minni og saga mín er ekki bara gleðistundir.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!