Nýi kærastinn hennar Demi Lovato, Austin Wilson, er svokallaður „Bad Boy“ og hefur komist í kast við lögin. Hann vinnur sem fyrirsæta á köflum, er með bleikt hár og skiptir reglulega um hárstíl. Hann er nú í málaferlum þar sem hann ásamt öðrum voru í bílaleigubíl sem vars skemmdur. Hann er sagður hafa eyðilagt bílinn, en skemmdirnar eru metnar á 32.000 dali.
Vinnuveitandi hans ákærði hann í febrúar 2019, en hann mun mæta fyrir rétt í janúar 2020.
Demi sýndi Austin á Instagram í dag, en hún hefur verið orðuð við „slæma stráka“ áður, nú síðast Henri Levi, sem einnig hefur verið ákærður fyrir ýmislegt, s.s. fíkniefnaneyslu, svindl og þjófnað.
Demi og Henri hættu saman í mars eftir fjögurra mánaða samband.
Þetta hafa verið erfið ár fyrir Demi, en hún tók of stóran skammt í júlí 2018. Hún hefur verið edrú síðan þá.