Vel þekktur rússneskur sagnfræðingur hefur játað að hafa myrt ástkonu sína, fyrrum stúdínu, eftir að hann fannst í á með bakpoka sem geymdi hendur konunnar.
Oleg Sokolov (63) var drukkinn og féll í á þar sem hann reyndi að losa sig við líkamshluta, segja rússneskir fjölmiðlar. Síðan fann lögreglan höfuðlaust lík Anastasiu Yeshchenko (24) á heimili hans í St. Pétursborg.
Prófessor Sokolov er sérfræðingur í Napóleon og hefur fengið orðuna Légion d’Honneur.
„Hann hefur játað sök,“ segir lögfræðingurinn hans Alexander Pochuyev við AFP og bætir við að hann sjái mjög eftir því sem gerðist og sé að sýna samvinnu.
Sokolov hefur sagt við lögreglu að hann hafi myrt ástkonu sína í rifrildi og sagað af henni höfuð, hendur og fætur. Hann sagðist hafa ætlað að losa sig við líkamshlutana og fremja svo sjálfsvíg klæddur sem Napóleon.
Lögfræðingur hans sagði að Solokov, sem er nú á spítala vegna ofkælingar, hafi verið undir miklu álagi. Hann hefur skrifað margar bækur um Napóleon og hafi verið ráðgjafi í mörgum kvikmyndum um efnið. Hann og Yeshchenko skrifuðu einnig margar bækur saman. Þau stúderuðu franska sögu og nutu þess að klæða sig upp í búninga, Sokolov elskaði að vera Napóleon.
Nemendur lýstu honum sem mjög skemmtilegum fyrirlesara sem talaði frönsku reiprennandi og lék Napóleon sem „frík“ sem kallaði elskhuga sinn „Josephie“ og lét kalla sig „Sire.“
Hann var einnig meðlimur ýmissa virðulegra stofnana sem hafa nú fjarlægt hann úr röðum sínum. „Við fréttum með hryllingi…að Oleg Sokolov er sekur. Við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að hann hefði getað framið svo ógeðfelldan verknað.“