Leikkonan og aktífistinn Jane Fonda sagðist ætla að láta handtaka sig alla föstudaga til að mótmæla loftslagsmálum. Hún hefur nú náð takmarki sinnum allavega fjórum sinnum en hún hefur sagst hafa flutt til Washington DC í fjóra mánuði til að mótmæla.
Jane er 81 árs og segir að það séu afskaplega alvarlegar afleiðingar í húfi fyrir jörðina: „Ég er svo ákveðin í að nota frægðina til að vekja fólk til meðvitundar um þetta áríðandi mál. Svo ákveðin að ég flutti til Washington og ég ætla að láta handtaka mig alla föstudaga.“
Kallar hún föstudagsmótmælin „Fire Drill Fridays.“ Í hverri viku mætir hún ásamt öðrum fyrir framan US Capitol til að vekja athygli á loftslagsmálum og hvernig þau hafa áhrif á mannlífið, stríðið, konur og mannréttindi.
Sjáið hana bara!