Árið 2017 sameinaðist lítið samfélag í Coloradoríki, Bandaríkjunum, utan um litla stúlku sem sögð var lífshættulega veik. Það vildi gera hina síðustu daga hennar bærilega. Nú er móðir hennar sökuð um að hafa valdið dauða hennar. Yfirvöld segja að móðirin Kelly Renee Turner hafi vísvitandi orsakað veikindi dóttur hennar, Oliviu Gant, sem varð veikari og veikari. Kelly sagði að Olivia væri á einhverfurófi og þjáðist af sjúkdómi sem ylli því að líffæri hennar hættu að starfa.
Auglýsing