Fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar Zooey Deschanel, Jacob Pechenik hefur nú sótt um skilnað frá Zooey því hún opinberaði að hún væri komin á fast með Jonathan Scott úr þáttunum Property Brothers.
Þau Zooey og Jonathan opinberuðu samband sitt á Instagram þar sem hún er í fanginu á honum á hrekkjavökugríni í Universal Studios.
Deildu þau sömu myndini og voru þau á tvöföldu stefnumóti með tvíburabróður Jonathan, Drew og konu hans Lindu Phan.
Zooey og Jacob voru gift í fjögur ár og skildu að borði og sæng í síðasta mánuði: „Eftir langar samræður komumst við að því að við séum betri sem vinir, viðskiptafélagar og foreldrar en lífsförunautar,“ sögðu þau meðal annars í yfirlýsingu.
Þau eiga tvö börn, Elsie, fjögurra ára og Charlie sem er tveggja.
Þetta er annar skilnaður Zooeyar, en hún var gift söngvaranum Ben Gibbard en þau skildu árið 2012.