KVENNABLAÐIÐ

Nú er hægt að fá húðflúr látinna ættingja og hengja upp á vegg

 

Húðflúr eða tattoo geta haft mikla þýðingu fyrir bæði eigandann og þá sem eru í kringum hann. Fólk eyðir oft tugum þúsunda í flúr og nú er einn líksnyrtir að bjóða upp á allsérstaka þjónustu til að breyta húðflúrum í list.

Auglýsing

Michael Sherwood, frá Cleveland í Bretlandi, gefur nú syrgjandi fjölskyldum möguleika á að eiga húðflúraða húð til að t.d. hengja upp á vegg.

Þetta hófst allt fyrir nokkrum árum þegar Michael og sonur hans Kyle fengu sér nokkra drykki með vinum sínum og ræddu hversu mjög tattoo-in skipta fólk máli sem það fær sér.

Þar sem Michael er í líksnyrtibransanum og rétti maðurinn til að ræða svona mál við sagði einn vinur Michaels að hann myndi vilja að húðflúrið hans yrði varðveitt eftir hans dag. Faðirinn og sonur hlógu að þessu fyrst, en fóru svo að hugsa málið af alvöru.

„Með listinni sem falin er í húðflúrunum og hversu mikils virði hún er fólkinu, hví ekki að varðveita þau eftir að þau hafa kvatt þennan heim. Fólk setur ösku látinna ættingja á arinhilluna. Hví ekki að geyma húðflúrin til minningar?”

Þannig varð fyrirtækið Save My Ink Forever til.

Auglýsing
Ferlið tekur marga mánuði að fullkomna
Ferlið tekur marga mánuði að fullkomna

Það tekur marga mánuði að ná húðflúrinu af. Ferlið hefst innan 72 tíma eftir að manneskjan deyr, og húðflúrið er fjarlægt á útfararstofnuninni. Ferlið á ekki við brennsluferlið og er gert af alúð og virðingu, en þeir fjarlægja ekki húðflúr af andliti eða kynfærum.

Auglýsing

Fjölskyldur sem kjósa að hengja verkið á vegg þurfa ekki að hugsa neitt um það, einskis viðhalds er þörf og segja þeir hjá fyrirtækinu að það ætti að líta á verkið eins og aðra „fagra list.”

lát

„Save My Ink Forever” hefur hlotið þó nokkra gagnrýni og hefur m.a. verið líkt við limlestingu Ed Gein, morðingjans sem bjó til föt, húsgögn og grímur úr líkum.

Michael og Kyle vilja einbeita sér að óskum fjölskyldna, en þeir hafa þurft að neita óskum um að húðflúrum verði breytt í lampaskerma eða bókakápur: „Við erum að hjálpa fólki að virða síðustu óskir þess. Ekki búa til furðusýningu.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!