Auglýst var eftir 24 ára vændiskon, Esmeralda Gonzalez, þann 31. maí 2019. Hún fannst norður af Las Vegas í „steyptri gröf“ sem hafði verið byggt utan um. Par hefur verið handtekið, grunað um morðið á Esmeröldu.
Christopher Prestipino (45) og Lisa Mort (31) voru handtekin af lögreglunni í Las Vegas vegna tengsla við morðið á Esmeröldu. Fangamyndirnar af þeim eru ekki frýnilegar.
Samkvæmt lögreglu reyndu ættingjar að ná í hana í marga daga. Þann 18. júlí fékk lögreglan nafnlausa ábendingu um að Christopher hefði verið viðriðinn hvarf Esmeröldu. Hann hafði þá blaðrað af sér þegar hann var í vímu á metamfetamíni um að hafa „myrt týndu stelpuna.“ Sá sem til heryði sagði að hann hefði verið „mjög skrýtinn og hafi talað „djöflamál.““Rannsókn leiddi í ljós að Esmeralda hafði vissulega verið í húsi Christophers. Henni var haldið þar gegn vilja sínum og svo myrt.
Þann 8. október fann svo lögreglan líkið. Þremur dögum seinna var Christopher tekinn í varðhald. Hann var ákærður fyrir mannrán, morð, og samsæri.
Lisa er sögð hafa verið vitorðsmaður og hjálpað við að fela líkið. Hún verður einnig ákærð.
Dánarorsök er ekki ljós, samkvæmt dánardómsstjóra. Talið er að hún hafi verið sprautuð með efni til að hreinsa sundlaugar og svo kyrkt, en það hefur ekki fengist staðfest af lögreglu.