Leikkonan Jane Fonda sem er 81 árs var handtekin við mótmæli vegna loftslagsbreytinga í Washington DC á föstudag. Myndskeið sýnir lögguna handtaka og taka burtu Jane á tröppum US Capitol ásamt öðrum mótmælendum sem kröfðust þess að þingið myndi innleiða Green New Deal, samkvæmt ABC News.
Óskarsverðlaunaleikkonan var að sögn vöruð við áður en lögreglan hneppti hana í varðhald um klukkan 13 að staðartíma.
Samkvæmt lögreglunni var Jane ásamt 15 öðrum aktívistum að mótmæla ólöglega og voru með læti og söfnuðust saman.
Fyrr í vikunni sagðist Jane ætla að mótmæla alla föstudaga þar til hún væri handtekin: „Klukkan 11 á öllum föstudagsmorgnum, komið og látið handtaka ykkur með mér.“ Einnig ætlaði hún að koma í kring „Fire Drill Fridays,” vikulegum viðburði þar esm vísindamenn, stjörnur og aktívistar kæmu saman til að berjast á móti loftslagsbreytingum.
Jane var fræg á árum áður þegar hún mótmælti þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnamsstríðinu, hún flaug m.a. til Norður-Víetnam og sat fyrir á myndum með víetnömskum hermönnum og var svo kölluð „Hanoi Jane“ í kjölfarið. Sagði hún síðar að gjörðir sínar á þessum tíma hefðu verið „stór, stór mistök.“