KVENNABLAÐIÐ

Vinur Demi Lovato látinn vegna ofneyslu

Fyrirsæta frá Los Angeles, Thomas Trussell III fannst látinn á móteli þann 8. október vegna ofneyslu. Hann var aðeins 31 árs gamall. Demi Lovato sagði aðdáendum sínum frá því að vinur hennar hefði orðið að lúta í lægra haldi vegna fíkniefnadjöfulsins.

Auglýsing

Lögreglan var kölluð að Super 8 móteli í Los Angeles þar sem þeir fundu Thomas látinn: „Hann fannst látinn á staðnum. Enginn var fluttur á spítala.“

Auglýsing

Eftir krufningu verður dánarorsökin staðfest en Demi er sannfærð um að eiturlyfjum megi um kenna: „Fíknsjúkdómar eru ekkert grín. Himnarnir öðluðust fallegan engil í gær eftir þennan hörmulega sjúkdóm. Ég er í áfalli. Knúsið ástvini ykkar fast.“

Gamall vinur Thomasar sagði að hann hefði reynt mjög að vera edrú: „Jafnvel eftir að hann féll, kom hann aftur tíu sinnum ákveðnari að vera edrú og ekki bara fyrir sig heldur líka fólkið í lífi hans,“ sagði hann með tárin í augunum.

Demi hefur sjálf barist við fíkniefnadjöfulinn. Eftir sex ár edrú féll hún í fyrra og var næstum látin vegna ópíóðaneyslu þann 24. júlí 2018. Hún er ein af þeim heppnu og hefur verið í meðferð og edrú í meira en ár.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!