KVENNABLAÐIÐ

Nef Rodrigo Alves er að „sökkva“ eftir 11 lýtaaðgerðir

Rodrigo Alves, sem kallaður er „hin mennska Ken dúkka,“ segir nefið á sér vera að falla saman, sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann hafur lagst 11 sinnum undir hnífinn. Er hann haldinn svokallaðri lýtaaðgerðafíkn.

Rodrigo sem er 36 ára sagði við MailOnline að hann neyðist til að fara í enn eina aðgerðina til að bjarga því frá því að „sökkva“ og hann óttast nú að læknar muni ekki geta fundið varanlega lausn fyrir hann.

Auglýsing

Í janúar á þessu ári fór hann í sína elleftu aðgerð en segir: „Útkoman úr þessari aðgerð var ásættanleg í fyrstu en nú þarf ég að fara aftur því nefið er að sökkva og ég er hræddur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Í hvert skipti sem ég fer tek ég meiri og meiri áhættu og ég óttast að læknar geti ekki lagað á mér nefið að fullu.“

rda

Auglýsing

Eftir aðgerðina í janúar sagði hann: „Skurðlæknirinn sagðist geta lagað andardráttinn þannig ég get loks andað á ný, en það er áhætta á að húðin muni ekki þola aðgerðina. Ef svo getur þróast drep í húðina og það þýðir að ég muni missa nefið. Ég er á sýklalyfjum og í súrefnismeðferð til að fyrirbyggja það. Það er alltaf hætta á drepi og ég mun sigra það ef það gerist.“

Samt sem áður er honum sagt að nefið geti bara horfið algerlega og skilið hann eftir með holu á miðju andliti, ef hann fer ekki að hætta í þessum aðgerðum.

Rodrigo segist hafa farið í 72 aðgerðir en hann hafi farið svo oft því „það hafi komið upp allskonar vandamál og það þurfti að laga svo margt til að byrja með.“ Hann segir að nú leiti hann að aðgerðum sem krefjist ekki svæfingar. Hefur hann eytt um 100 milljónum ISK í allskonar aðgerðir og meðferðir í gegnum árin, frá bótoxi til fjarlægingu rifbeina.

Fór hann t.d. í fimm tíma andlitslyftingu þar sem fimm sentimetrar af húð voru fjarlægðir ásamt þráðum og trefjum (eftir aðrar aðgerðir). Hann hefur sagt við fólk og varað það við: „Ég myndi segja að það eina sem virkar er bótóx, fyllingarefni, vöðvameðferð og vítamín, það er ekkert annað sem dugar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!