KVENNABLAÐIÐ

Klæddist brúðarkjólnum sínum í meira en ár eftir brúðkaupið

Áströlsk kona gat ekki hugsað sér að klæðast rándýra kjólnum sem hún gifti sig í einungis einu sinni, þannig hún hefur verið í kjólnum hvar sem er, hvert sem hún fer. Tammy Hall er 43 ára og keypti brúðarkjólinn sem kostaði þá 1000 dali (123.000 ISK).

Auglýsing

br4

Eftir að hafa farið til Indlands og séð hvar fólk þar nýtti t.d. fötin sín og allt í kringum sig afar vel. Hún ákvað að kaupa hvorki föt né skó í heilt ár á eftir. Hún ákvað svo að gifta sig og hugsaði sér að það væri erfitt að réttlæta kaup á rándýrum brúðarkjól. Auðvitað vildi hún líta sem best út á brúðkaupsdaginn þannig hún ákvað að fjárfesta í kjólnum og klæðast honum dags daglega.

„Þegar allt kom til alls ákvað ég að ef ég ætlaði að eignast kjólinn myndi ég klæðast honum aftur og aftur,“ segir Tammy í viðtali við PA Real Life. „Ég hef farið í kjólnum að spila körfubolta, að veiða og meira að segja í fjallgöngu.“

br1

Auglýsing

Í fyrsta sinn sem Tammy klæddist kjólnum eftir brúðkaupið var á kosninganótt í Ástralíu. Síðan þá hefur hún klæðst honum við allskonar tilefni: „Að klæðast honum í fullri lest var mjög fyndið, en ég elda í honum og geri heimilisverk, fer á fótboltaleiki, í ræktina og hegg meira að segja við í honum.“

br2

Fólk horfir stundum furðulega á hana en enginn hefur sagt neitt leiðinlegt. Tammy telur að fólk sé of bælt til að segja nokkuð. Henni er líka nokk sama og siðferði hennar sagði henni að ekkert myndi réttlæta þennan kostnað nema að nýta flíkina.

Tammy ætlar meira að segja að koma í kjólnum til Íslands næsta sumar, en hún og eiginmaðurinn eru á leið í frí!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!