Kylie Jenner hefur gefið út staðfestingu á því að hún og barnsfaðir hennar, Travis Scott, eru hætt saman. Kylie (22) tilkynnti þetta á Twitter þar sem hún og Tyga (hennar fyrrverandi) sáust á svipuðum slóðum og hélt fólk að þau væru tekin saman á ný.
„Internetið gerir allt hundrað sinnum dramatískara en það er. Það var ekkert stefnumót með Tyga klukkan tvö um nótt. Þið sáuð mig skulta vinum mínum að stúdíóinu þar sem hann var fyrir tilviljun.“
Kylie heldur áfram: „Við Travis erum á góðum nótum og aðal fókusinn er núna á Stormi! Vinskapur okkar og dóttir okkar er í forgangi.“
Kylie og Travis hafa verið í allskonar vandræðum upp á síðkastið þó þau hafi viljað halda því utan fjölmiðla. Kylie mætti ein í brúðkaup Justins og Hailey Beiber, án Travisar. Þess í stað tók hún Stormi með sér.