Enn einn fjölskylduskandallinn skekur nú fjölskyldu Meghan en sonur Thomas Markle Jr, Thomas Dooley, var handtekinn á flandri um Hollywood, Los Angeles, með lítið handklæði um sig miðjan.
Var Dooley handtekinn þriðjudaginn 26. september síðastliðinn en hann sást öskra á einhverja sem ekki voru þar meðan hann gekk niður götu.
Þegar lögreglan nálgaðist Dooley reyndi hann að forða sér. Lögreglan neyddi hann á götuna og einn lögregluþjónn meiddist á hné við átökin. Var hann því ákærður fyrir að veita mótþróa við handtöku. Áætlað er að hann hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. Var honum haldið gegn 25.000 dala tryggingu.
Eins og flestir vita hefur hver skandallinn á fætur öðrum skekið konungsfjölskylduna vegna fjölskyldu Meghan.
Faðir Meghan, Thomas Markle, er þar fremstur í flokki en hann hefur oft mætt í viðtöl, mætti ekki í brúðkaupið, sviðsetti myndir og allskonar yfirlýsingar hafa komið honum í klandur.
Nærveru Thomasar er ekki óskað í fjölskylduboðum: „Faðir Meghan hefur nú algerlega komið í veg fyrir að verða boðið nokkuð á vegum fjölskyldunnar. Honum er ekki treystandi, hann myndi selja sögur til fjölmiðla og hann fær aldrei að hitta þau.”
Hálfbróðir hennar, Thomas Markle Jr. hefur einnig farið ófögrum orðum um Meghan og kallað hana „úttaugaða, grunnhyggna, montna konu.”
Thomas Dooley hinsvegar hefur varið frænku sína en hann hefur ekkert samband við föður sinn sem hann telur vera svikahrapp sem vill bara peninga og er eins og hvirfilbylur í lífum sinna nánustu.