Brúðguminn beið við altarið en fékk síðan skelfilegar fréttir: Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti barni með keisaraskurði, en móðir þess fékk slag og lést nokkrum mínútum áður en hún ætlaði að játast tilvonandi eiginmanni sínum.
Jessica Guedes (30) var komin sex mánuði á leið og var á leið í eigið brúðkaup þegar hún varð veik í limúsínunni sem var á leið í kirkjuna í São Paulo, Brasilíu sunnudaginn 15. september síðastliðinn.
Fjölskylda hennar hélt hún kviði athöfninni en hún kvartaði undan svima og verki í hálsi, en hún var í raun með meðgöngueitrun sem getur verið lífshættuleg.
Slökkviliðsmaðurinn Flavio Gonçalvez (31) beið eftir henni í kirkjunni og vissi ekki að hún hefði orðið veik. Það var ekki fyrr en ættingi kom hlaupandi inn í kirkjuna og sagði öllum hvað hefði gengið á – að hún hefði orðið meðvitundarlaus í bílnum .
Farið var með Jessicu í flýti á kvennadeild spítala í miðborg São Paulo áður en hún var flutt á einkasjúkrahúsið Pro Matre Paulista þar sem tekið var á móti dótturinni, Sophiu sem vóg 930 grömm og var 34 sentimetrar. Er hún nú á vökudeild og verður þar í a.m.k. tvo mánuði áður en faðir hennar getur farið með hana heim.
Flavo sagði við Crescer Magazine : „Ég var áhyggjufullur því ég beið við altarið og fannst þetta taka óratíma. Frændi hennar hljóp að mér og sagði mér að liðið hefði yfir hana. Ég opnaði bílhurðina og hún var meðvitundarlítil en sá mig. Ég sagði: „Ástin, ég er hér.“ Hún sagði að allt væri í lagi, en hún væri með verk aftan á hálsinum. Þarna, verandi slökkviliðsmaður í fjögur ár, varð ég björgunarmaður. Ég tók hana úr bílnum, hóf fyrstu hjálp og bað aðra um hjálp sem voru gestir.“
Samkvæmt læknaskýrslum fékk Jessica slag vegna meðgöngueitrunar og innvortis blæðingar sem þýddi að skurðlæknar urðu að fjarlægja legið.
Ættingjar segja að hún hafi verið í mæðraskoðnum, hafi ekki haft háan blóðþrýsting og verið dugleg að hreyfa sig og borða hollt. Faðir hennar sagði hana glaðværa konu sem elskaði lífið: „Ég var svo spenntur að hún myndi gifta sig og ég yrði afi.“
Vinir Flavio og Jessicu hafa safnað pening fyrir lækniskostnaði. Líffæri Jessicu voru gefin, en útför hennar fór fram á þriðjudag.