Laugardaginn 14 september voru tíu ár síðan leikarinn Patrick Swayze lést. Á þeim tíma voru aðdáendur í áfalli, enda Patrick aðeins 57 ára gamall. Ári áður hafði hann verið greindur með briskrabbamein.
Ekkert var vitað um leikarann að ráði síðustu árin en síðustu dagar hans voru víst ömurlegir, samkvæmt Radar sem birti sláandi staðreyndir um hjónaband Patricks og eiginkonu hans Lisu Niemi.
Vinur Patricks segir að honum hafi verið „haldið föngnum í hryllingshúsi” eiginkonu sinnar sem var bæði ofbeldisfull og hélt framhjá honum. Stjarnan hafi því verið bæði afar líkamlega veik og þunglynd.
Einn nánasti vinur leikarans sagði hann vera fastan í ömurlegu hjónabandi sem stóð yfir í 34 ár. Er Lisa sögð hafa verið skelfileg eiginkona.
Nú er Lisa 63 ára, en sagt er að hún hafi haldið honum heima og bannað móður hans og ástvinum að heimsækja hann: „Hann elskaði hana af öllu hjarta en þetta var ástar/haturssamband,” sagði vinurinn.
Talsmaður Lisu segir allar þessar sögur vera lygi.
Sumarið 2019 varð Sean, bróðir Patricks öskureiður og sagði Lisu hafa logið til að fá meiri peninga. Hann sagði að eiginlega að hún væri „algert drasl.” HÉR má lesa greinina.
Patrick hafði reykt alla tíð og ætlaði að leika í þáttunum The Beast í desember árið 2007 þegar hann fékk afar óþægilegan magaverk sem var eins og brunatilfinning. Um miðjan janúar 2008 var hann greindur með briskrabbamein á fjórða stigi og hóf hann þá baráttu sína.
Fór hann í geislameðferðir og prófaði tilraunalyfið Vatalanib á Stanford University Medical Center. Í janúar 2009 fór Swayze á spítala með lungnabólgu. Þrátt fyrir að hann hafi farið heim til Lisu skömmu seinna kom í ljós að krabbinn var kominn í lifrina. Nokkrum mánuðum seinna var hann látinn.
Heimildarþáttur Reelz leiddi í ljós að Patrick elskaði sígaretturnar sínar og reykti stundum 60 á dag. Vinur hans, dansarinn Nikki D’Amico minntist þess: „Patrick elskaði að reykja, bara þessi týpíski keðjureykjandi ballettdansari. Hann átti nokkra djöfla að draga.
Heimildarþátturinn Patrick Swayze: The Price of Fame, sagði Patrick alltaf hafa drukkið og væri hann sennilega alkóhólisti.
Í læknaskýrslum má sjá að tveimur árum fyrir dauða leikarans var hann með stöðugt harðlífi, hafði lést mjög, hægðirnar voru gulleitar og er það merki um lifrarbilun. Mikil áfengisneysla getur orsakað slíkt.
Lisa hafði oft haldið framhjá Patrick. Einnig var hún ásökuð um að selja fræga muni leikarans til að afla fjár.
Lisa erfði húsið hans sem metið var á 40 milljón dala.
Ekki bara fjölskylda Patrick segir Lisu hafa komið illa fram við hann, heldur einnig húshjálpin þeirra sem sagði Lisu beita Patrick bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og tæki hún bræðisköst. Sagði hún: „Ég sá ekki beint ofbeldið en heyrði það. þegar hún drakk varð hún alveg kolvitlaus.”
Vinur Patricks segist hafa orðið vitni að þegar Lisa „kýldi og sló” hann.
Húshjálpin segir Lisu ekki hafa hugsað um Patrick í veikindunum heldur bróður hans, Don: „Lisa gerði bara það sem hún nennti að gera.”
Talsmaður Lisu hefur neitað öllum ásökunum eins og áður sagði.