Díana prinsessa var prinsessa fólksins og dáð um allan heim. Bak við luktar dyr (hallardyr) var þó prinsessan sliguð af afbrýðisemi og vænisýki vegna áralangs sambands Charles Bretaprins við Camillu Parker Bowles. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu eldfima Fatal Voyage: Diana Case Solved, en annar þátturinn fór í loftið á dögunum.
Í þessum nýja þætti sem stýrt er af fyrrum rannsóknarlögreglumanninum Colin McLaren, koma fram trúnaðarmenn Díönu sem minnast þess hvernig Díönu heitinni fannst eiginmaðurinn ráðast stöðugt á sig. Tina Brown, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Vanity Fair sem hitti Díönu fyrst árið 1981, segir að vitneskja Díönu um samband þeirra Camillu og Charles hafa tekið hana sárt: „Díönu var ógnað af Camillu mjög snemma,” segir Tina. „Hún var virkilega afbrýðisöm og var svo vænisjúk út í hana að hún, á einhvern hátt, reyndi að hagræða sannleikanum, og var viss um að þau myndu hefja samband á ný.”
Díana var aðeins 19 ára gömul þegar henni var ýtt í sviðsljósið án nokkurrar leiðbeiningar um hvernig hún ætti að bera sig að gagnvart heiminum. Charles fann fyrir þrýstingi fjölskyldu sinnar um að drífa sig í hjónaband til að halda andliti og bæta upp fyrir misgjörðir sínar. Var hjónabandið uppgerð frá upphafi, segir Richard Kay, fyrrum blaðamaður hjá Daily Mail: „Þau höfðu bara hist í örfá skipti áður en þau trúlofuðu sig. Fyrst á stefnumótunum átti Díana að titla Charles „sir.” Ég meina, allt þetta er hlægilegt í dag.”
Díana varð örvæntingarfull þegar hún uppgötvaði gjafir sem Charles og Camilla gáfu hvort öðru án þess að hún vissi af – ein gjöfin stakk hana sárt, en það voru ermahnappar sem Charles bar í brúðkaupsferðinni, en þeir voru gjöf frá frillunni Camillu: „Henni fannst alltaf að Camilla væri með í hjónabandinu og hún gæti ekki losnað við hana.”
Þar sem eiginmaðurinn hafnaði henni og hún var smánuð af konungsfjölskyldunni þjáðist Díana af átröskun (lotugræðgi, e. bulimia) og stundaði sjálfsskaða.
Fyrrum lífvörður Díönu, Ken Wharfe, sagði að konungsfjölskyldan og allir hafi ekki þóst sjá framhjáhald Charles og gerðu ekkert til að stöðva það: „Það var ekkert leyndarmál að velski prinsinn var í sambandi við Camillu. Allir í Buckinghamhöllu vissu nákvæmlega hvað væri í gangi – það var vandinn.”
Einnig er sagt frá í þættinum smáatriði fundar Díönu og Camillu í fertugsafmæli Annabel, systur þeirrar síðarnefndu: „Þetta var þannig augnablik – það sló þögn á mannskapinn þar til Díana fékk hugrekkið og sjálfstraustið að ganga upp að Camillu og segja: „Heyrðu, vinsamlega ekki koma fram við mig eins og ég sé fífl” (e. „Listen please don’t treat me like an idiot”), segir Wharfe.
Eins og flestir vita lést Díana í skelfilegu bílslysi fyrir 22 árum í París. Hér má lesa meira um það.