Hún er fyrsta móðir í Bretlandi, svo vitað sé, að hafa eignast tíu drengi í röð. Alexis Brett var eiginlega búin að gefast upp á að vona að hún fengi einhverntíma að upplifa annað en „karlmannlegt” heimili. Nú er Alexis orðin 39 ára og hefur nýverið eignast sitt 11. barn en það var stúlkubarn.
Hin stolta móðir segir: „Við erum í skýjunum. Ég taldi aldrei annað en við ættum von á einum dreng í viðbót. Þegar ég frétti að þetta yrði stúlka missti ég andlitið. Ég var í smá sjokki en ótrúlega ánægð. Nú er hún komin til okkar og þetta er æðisleg tilfinning.”
Cameron, en hún hefur fengið það nafn, hefur nú þegar ótrúleg áhrif á bræður sína, sem eru á aldrinum tveggja til 17 ára.
Faðirinn David (44) sem er lestarstjóri segir: „Þeir hafa verið ótrúlega duglegir og góðir síðan hún kom, reyna að vera hljóðlátir svo þeir veki hana ekki. Þeir vilja líka hjálpa til við að halda á henni og gefa henni að drekka – þetta hefur verið alveg frábært.”
Hjónin segja að Cameron fullkomni fjölskylduna sem samanstendur af þeim, Campbell (17), Harrison (16), Corey (14), Lachlan (11), Brodie, níu ára, Brahn, átta ára, Hunter, sex ára, Mack, fimm ára, Blake, þriggja og Rothagaidh sem er tveggja.
„Nú erum við pottþétt hætt,” hlær Alexis. „Það koma ekki fleiri. Ég sagði það síðast en nú meina ég það í alvöru. Ég elska fjölskylduna mína eins og hún er núna. Auðvitað fáum við spurningar og samtöl vegna fjölskyldustærðarinnar, sérstaklega þar sem ég var ólétt í enn eitt skiptið.”
Þau segja það ekki koma fólki við hvað því finnst: „Sumir halda að við hljótum vera á bótum en við erum það ekki. David er í góðri vinnu, sem þýðir að við fáum ekki einu sinni fullar barnabætur.”
Á jóladag 2018 þar sem allir voru að komast yfir veikindi var Alexis aðeins lengur en hinir að jafna sig – og tók þungunarpróf. Í þetta skiptið ákvað parið að bíða ekki til fæðingarinnar að sjá kynið og fóru því í sónar. Þau eru frá Dingwall í skosku hálöndunum og þurftu að keyra 80 kílómetra til Elgin til að fá fréttirnar.
Alexis, sem hefur gengið með börn í átta ár af 19 segir: „Þegar niðurstöðurnar komu opnaði David umslagið, ég var of stressuð. Við vorum frá okkur numin að vita þetta væri stelpa.”
Cameron var ekki eitthvað sem þau ákváðu, en þau eru auðvitað í skýjunum. Alexis gengur vel að ganga með börn: „Ég hafði aldrei ákveðið að eignast stóra fjölskyldu, en núna elska ég það. Ég hafði alltaf grínast með að ég myndi ekki hafa hugmynd hvað ég ætti að gera við stelpu en það er allt breytt. Við skemmtum okkur vel að kaupa allt bleikt í fyrsta sinn.”
Alexis segist hafa haldið að hún sé „ónæm” fyrir getnaðarvörnum og er nú að hugsa um að fara í ófrjósemisaðgerð.
Cameron fæddist fyrir 12 dögum og hún ætlar að fara aftur í gömlu vinnuna sína sem er einkaþjálfari í hlutastarfi.
Dagurinn hennar hefst klukkan 5:30 þegar David fer í vinnuna. Þá nýtur hún rólegs tíma fyrir kaffi og sturtu áður en börnin vakna til að fara í skóla og leikskóla. Alexis þvær 49 þvotta á viku og ryksugar sjö sinnum á dag: „Þetta er ekki auðvelt með svona marga stráka, ég þoli ekki drasl.”
Þau þurfa að kaupa um þrjú pör af skóm í hverri viku, því drengirnir eru skóböðlar. Fyrir utan útidyrahurðina eru um 40 pör af skóm, Adidas og Vans skór ásamt fullt af Hunter stígvélum.
Fjölskyldan á sjö manna bíl og fimm sæta Range Rover. Alexis er þó ekki með bílpróf. Flestar helgar fer David með eldri drengina út á meðan Alexis er heima með þá yngri. Ef þau ferðast sem fjölskylda fer David tvær ferðir.
Stundum horfa þau David á hvort annað og segja: „Hvað höfum við gert?” En svo segja þau: „En þá koma strákarnir og gera eitthvað fyndið sem lætur okkur hlæja og það gerir allt þetta þess virði.”
Heimild: Mirror