Fólk hafði afar sterkar skoðanir á manni sem leyfði konu sinni að sofa í flugvélasæti í sex klukkutíma. Var þetta ást eða meðvirkni? Fyrir sumum er þetta fallegt – eigimaður sem stendur allan tímann svo kona hans gæti sofið.
Myndinni var deilt á Twitter þar sem hún fór á flug. Ekki allir voru sammála um að þetta væri fallegt.
This guy stood up the whole 6 hours so his wife could sleep. Now THAT is love. pic.twitter.com/Vk9clS9cCj
— Courtney Lee Johnson (@courtneylj_) 6 September 2019
„Ef þetta er ást vil ég frekar vera einmana,“ sagði einn maður.
„Þetta er ekki ást, konan hans er eigingjörn og hann veiklyndur,“ sagði annar reiður.
Að sjálfsögðu var vitnað í Titanic: „Þetta er eins og Rose og Jack atriðið í Titanic. Svo asnalegt.“
Einhverjir sögðu að myndin væri sviðsett eða tekin úr samhengi: „Lygar. Þeir leyfa þér ekki að standa á ganginum í fimm mínútur, hvað þá sex tíma. Kommon maður.“
Það gæti samt verið margt fleira að baki.
Why can't she sleep on his laps as he sits?
This one is charade.— John Muse (@John_msee) 6 September 2019
I can't let my man stand for even 10 minutes. I'd definitely be sleeping on his laps which would even be more comfortable. Or rest properly on the chair. Why would you let your man stand for 6 hours?
— FiloMena (@MenaOkonkwo) 6 September 2019