31. ágúst er dánardagur Díönu prinsessu sem lést á skelfilegan hátt fyrir 22 árum, árið 1997. Í bílslysinu lést einnig vellauðugur egypskur kærasti Díönu Dodi Fayed (42), en þau höfðu verið í fríi. Hún var aðeins 36 ára þegar hún lést.
Díana sem átti drengina Harry og William, lést af völdum sára sinna í Pont de l’Alma göngunum í París.
Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri
Bílstjórinn Henri Paul var á ógnarhraða þegar hann klessti bílinn sem var af tegundinni Mercedes S280 á staur í göngunum. Diana, Dodi og Henri létust öll. Eini eftirlifandi var breskur lífvörður Díönu, Trevor Rees-Jones, en hann fékk umtalsverð sár á andlit.
Eftir slysið, eða 18 mánuðum seinna komst franskur dómstóll að því að bílstjórinn Henri Paul hefði borið ábyrgð á slysinu en í honum mældist áfengismagn.
Samt sem áður hafa margir samsæriskenningasmiðir verið óánægðir með úrskurðinn og hafa aðrar hugmyndir um hvernig Díana dó.
Eftir að Díana lést giftist hennar fyrrverandi, Charles Bretaprins, gömlu ástinni sinni – Camillu Parker Bowles. William gekk að eiga Kate Middleton og Harry Meghan Markle.
Báðir drengirnir hennar eiga nú fjölskyldur en hafa aldrei komist yfir dauða móður sinnar.
Á hverju ári minnist konungsfjölskyldan dauða hennar.
Bílstjórinn Henri Paul keyrði á staurinn á 96-112 km hraða. Þar sem Díana og hinir lágu í bílnum þustu ljósmyndarar að til að reyna að hjálpa og draga hina slösuðu úr bílnum.
Þegar 20 ár voru liðin frá dauða Díönu sagði franski slökkviliðsmaðurinn Xavier Gourmelon við The Sun að síðustu orð Díönu hefðu verið: „My God, what’s happened?“ áður en henni var hjálpað út úr bílnum. Hún hafi svo fengið hjartaslag.
Díana var ekki í belti í bílnum. Slökkviliðsmaðurinn Gourmelon sem var einn af þeim fyrstu að slysstað sagðist hafa gefið henni hjartahnoð.
Gourmelon bar vitni við réttarhöld árið 2007 en hafði ekki sagt neinum frá því sem gerðist þar til árið 2017. Hann sagði að hún hefði verið með meðvitund þegar hún fór á spítalann í sjúkrabíl.
Díana fékk hjartaslag klukkan eitt um nóttina en það tókst að fá það til að slá á ný. Hún var flutt í sjúkrabíl klukkan 1:18 og var komin á spítalann Pitié-Salpêtrière Hospital klukkan 2:06. Hún lést klukkan 4:00 í París.
Margar sögur og kenningar eru um hvað gerðist þennan dag. Hvítur bíll (Fiat Uno) er sagður hafa keyrt á bíl Díönu SJÁ HÉR FRÉTT UM MÁLIÐ.
Bílstjóri prinsessunnar og elskhuga hennar Henri Paul var bæði drukkinn og á þunglyndislyfjum þegar hann keyrði á staur í göngunum þegar hann reyndi að stinga blaðaljósmyndara af.
Dodi og Paul létust samstundis. Sjónarvottar sögðu Díönu ekki blóðuga. Díönu verður minnst þann 31 ágúst. Meghan Markle, tengdadóttir Díönu sem hún hitti aldrei, mun heimsækja gröf hennar á dánardaginn.