KVENNABLAÐIÐ

Hvernig eykur þú kynhvötina með kaffi?

Sumir geta ekki sleppt því að fá sér kaffi á morgnana. Vakna hreinlega ekki fyrr en eftir fyrsta kaffibollann. Og margir setja út á kaffidrykkju en hvernig væri að fá sem mest út úr bollanum og verða ferskari í rúminu sem bónus. Við ætlum að deila með þér kaffiuppskrift sem eykur kynhvötina, eða alla vega hjá konum.

3094-Drinking-Coffee-(www.WallpaperMotion.com)

Hér eru innihaldsefnin:

Maca: jurt sem þekkt er fyrir að auka kynhvötina. Kemur vanalega í duftformi og hægt að kaupa í heilsuhillunum í búðunum. Sumar rannsóknir benda til að þær bæti gæði sæðis, dragi úr stækkun blöðruhálskirtils og minnki einkenni breytingaskeiðs meðal kvenna.

Hrá kakó: Súkkulaði kemur af kakóbauninni sem er þekkt sem næring guðanna. Tímaritið The Journal of Sexual Medicine birti rannsókn sem sýndi fram á að konur sem borða bita af súkkulaði daglega lifa virkara kynlífi en þær sem ekki borða súkkulaði.

Kanill: Þekktur fyrir kynörvandi áhrif sín og að minnka líkur á þvagfærasýkingu ef neytt reglulega. Kanill lækkar blóðsykurinn en hár blóðsykur veldur minna blóðfæði til kynfæra sem þýðir þá á endanum meira og betra kynlíf. Veitir þér einnig orku.

Hunang: Er fullt af steinefni sem eykur testósterónmagn.

Kókosolía: Veitir þér orku og eykur kynlöngun.

Uppskrift af “kynlífs” kaffi:

200 ml kaffi
1 mtsk hrákakó
2 mtsk kókosolía
1 mtsk hunang
1/2 tsk kanill
1 tsk maca duft

Helltu kaffinu í blender og bættu kókó, kókosolíu, hunang og kanil út í. Hrærðu saman og í lokin bætir þú maca duftinu við og hrærir. Einnig hægt að þeyta saman með handþeytara. Drekkist heitt.

Njóttu unaðslega kynlífs kaffisins og við erum viss um að þú munir heyra oftar „elskan, fáðu þér kaffi.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!