Fyrrum Baywatch stjarnan Pamela Anderson hefur nú hætt með Adil Rami, kærasta til tveggja ára. Samkvæmt henni sjálfri voru sambandsslitin ljót.
„Það er erfitt að sætta sig við þetta,” segir fyrirsætan við hlið svarthvítrar myndar af þeim: „Síðustu (meira en) tvö ár af lífi mínu hafa verið lygi. Ég var plötuð, talin trúa…að við værum ástfangin. Ég er í áfalli að átta mig síðustu dögum. Að hann lifði tvöföldu lífi,” hélt hún áfram, en Adil spilar fótbolta með Marseille.
„Hann grínaðist oft með aðra leikmenn sem áttu kærustur í sömu götu nálægt eiginkonum þeirra. Hann kallaði þessa menn skrímslu. En þetta er verra. Hann laug að öllum.”
Pamela (51) segist hafa talað við barnsmóður Adils sem sagði að þau væru enn saman og hefðu verið fjölskylda allan tímann. Bæði hún og Pam voru í áfalli að hann hefði logið að þeim báðum: „Hvernig er það mögulegt að stjórna hugum og hjörtum tveggja kvenna eins og þetta – ég er viss um að það séu fleiri. Hann er skrímsli,” skrifar Pam.
Pamela segist hafa ætlað að giftast honum: „Sjálfsdýrkendur breytast ekki. Siðblindir breytast ekki. Ég mun hlaupa í burtu frá þessu– ég hef alltaf barist fyrir sannleika og réttlæti – þetta er mín versta martröð – ég var ekki afbrýðisöm áður en ég hitti hann. Ég er glöð að vita sannleikann. En það er ógeðslega sárt.”
Rami á tvíbura úr fyrrum sambandi. Pamela segir: „Ég er ánægð ég talaði við hans fyrrverandi. Guð minn góður. Hann laug að henni varðandi allt líka. Hún er líka í sjokki og þetta er mjög sorglegt. Þetta er sönnunin sem ég þurfti til að halda áfram. Hann getur ekki meitt okkur lengur.”
Anderson segir að það hafi verið „mörg rauð flögg” í sambandinu en hún neitaði að horfast í augu við þau. Segir hún að hann hafi verið mjög ofsóknarbrjálaður og afbrýðisamur þegar þau voru ekki saman – og svo sagði hann henni að hann og fjölskyldan stjórnuðu fjölmiðlum í Frakklandi – þess vegna þyrði hún ekki að deila sögu sinni nema á Instagram.
„Ég fann fyrir lygunum, afsökununum hans. En við vorum saman á hverjum degi,” segir hún. Hún segir að hann hafi verið mjög verndandi og neytt hana til að slíta tengsl við marga vini hennar sem hann samþykkti ekki. „Sumir vissu þetta allan tímann. Hann olli okkur öllum vonbrigðum. Fjölskyldu minni. Sonum mínum. Vinum mínum.”
Einn daginn sagði Rami að hann vildi giftast henni, næsta dag setti hann hana í gegnum „líkamlega og tilfinningalega angist.”
„Hann vildi kvænast mér? Hitta föður minn. Elska mig að eilífu? Ég er miður mín eftir að hafa talað við hans fyrrverandi. Aumingja konan. Móðir ungra sona hans.”
Segist Pamela hafa reynt að skilja við hann tíu sinnum, en nú hafi hún loks fengið hugrekkið til að fara: „Ég fer frá Frakklandi núna. Hann er búinn að reyna allt – hann hefur sent blóm, bréf – sem ég tók ekki við. Hann kom á hótelið. Öryggisgæslan fjarlægði hann. Ég er með lífverði því hann hræðir mig. Hann hefur meitt mig og hótað margsinnis.”